Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 13:35 Berlusconi var einhver skrautlegasta stjórnmálafígúra Evrópu á þessari öld. Getty/Franco Origlia Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær. Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X. Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X.
Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41