Einkalífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 31.10.2024 07:03 „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ „Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir, mundu nafnið því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom,“ segir leikkonan, veislustjórinn, TikTok stjarnan og uppistandarinn Birna Rún, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 27.10.2024 07:01 Átján ára og ólétt en lét það ekki stoppa sig „Það var kannski mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði þegar ég fæ staðfest að ég sé ólétt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana,“ segir leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir sem varð ólétt átján ára gömul og byrjaði í Listaháskólanum með nokkurra mánaða gamalt barn. Birna Rún er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 24.10.2024 07:03 „Ég myndi aldrei fara í samband með einhverjum fávita“ „Ég myndi örugglega ekki fara á fyrsta deit einhvers staðar á almannafæri, ég get ekki verið að láta að sjá mig,“ segir Guðrún Svava betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún er viðmælandi í Einkalífinu og ræðir meðal annars stefnumótamenninguna hérlendis, eða öllu heldur takmörk hennar, og draumaprinsinn. Lífið 17.10.2024 07:02 „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ „Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 13.10.2024 07:03 „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ „Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 10.10.2024 07:01 „Eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu. Lífið 3.10.2024 07:00 Mamma byrjuð að undirbúa stúdentsveislu þegar fregn barst af falli Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin. Lífið 29.9.2024 07:02 „Þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekkert að því að menn vaði í hann í opinberri umræðu. Öðru máli gegni um það þegar vaðið sé í fjölskyldu hans en þá segist Stefán Einar taka af sér boxhanskana. Lífið 27.9.2024 20:02 „Siðlausi siðfræðingurinn“ hreyfir ekki við Stefáni Einari Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist aldrei hafa látið uppnefni í opinberri umræðu á sig fá og gefur lítið fyrir að vera stundum uppnefndur „siðlausi siðfræðingurinn.“ Stefán segir slíkt aldagamalt verkfæri til þess að ná sér niður á fólki. Hann segist miklu frekar fá jákvæð viðbrögð við því að vera óhræddur við að viðra skoðanir sínar. Lífið 26.9.2024 07:01 Var talin vera hommi og lögð í einelti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. Lífið 22.9.2024 07:02 Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst. Lífið 19.9.2024 07:02 „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ „Ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur sem er viðmælandi í Einkalífinu. Þar ræðir hann meðal annars æskuna og hvernig hann reyndi að breyta sér í von um að eignast vini, sem leiddi af sér marga óvini. Lífið 12.9.2024 07:03 Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans „Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur. Hann er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 8.9.2024 07:02 Fékk typpamyndir og áreiti þegar þeir héldu að hann væri stelpa „Fólk var að senda mér skilaboð endalaust, fólk var að senda mér typpamyndir, fólk var að senda mér allan andskotann. Þetta var rosalega óþægilegt,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur en hann er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 6.9.2024 07:01 „Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb“ „Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Lífið 9.6.2024 07:01 „Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Lífið 6.6.2024 07:01 „Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta viðtal“ Frosti Logason fjölmiðlamaður segir markmið sitt með umfjöllun sinni um Eddu Falak aldrei hafa verið að hefna sín á henni vegna viðtals hennar við fyrrverandi kærustu hans. Frosti segir blaðamann Stundarinnar hafa boðið honum að segja sína hlið en síðan hætt við það án skýringa. Lífið 12.5.2024 07:00 „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið“ Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Lífið 9.5.2024 07:01 Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna ástandsins í Íran Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum. Lífið 28.4.2024 07:00 Heyrt kjaftasögurnar um eldri mennina sem stýri henni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti. Lífið 25.4.2024 07:00 „Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“ „Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður. Lífið 20.4.2024 07:02 „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 14.4.2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. Lífið 11.4.2024 07:00 Draumurinn kýldur niður í Englandi og Svíþjóð Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur átti sér lengst af þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta. Fátt annað komst að og hann fór sem unglingur út til Svíþjóðar og Englands til reynslu. Þar var draumurinn hinsvegar kýldur niður og honum sagt að hann væri of lítill. Lífið 6.4.2024 07:01 „Ég hef aldrei lent í svona hvirfilbyl“ Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segist aldrei hafa lent í viðlíka hvirfilbyl og fyrir síðustu jól í aðdraganda útgáfu bókar hans um þriðju vaktina. Þorsteinn segist viss um að hörð umræða um málið stafi af því að hann sé sá sem hann er þó hann viðurkenni að hann hafi átt gagnrýnina skilið. Lífið 1.4.2024 07:00 Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Lífið 28.3.2024 07:00 „Ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur“ „Ég er ekki týpa sem pæli mikið í því hvað öðrum finnst,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 24.3.2024 07:00 „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 17.3.2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 14.3.2024 07:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 9 ›
„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 31.10.2024 07:03
„Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ „Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir, mundu nafnið því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom,“ segir leikkonan, veislustjórinn, TikTok stjarnan og uppistandarinn Birna Rún, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 27.10.2024 07:01
Átján ára og ólétt en lét það ekki stoppa sig „Það var kannski mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði þegar ég fæ staðfest að ég sé ólétt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana,“ segir leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir sem varð ólétt átján ára gömul og byrjaði í Listaháskólanum með nokkurra mánaða gamalt barn. Birna Rún er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 24.10.2024 07:03
„Ég myndi aldrei fara í samband með einhverjum fávita“ „Ég myndi örugglega ekki fara á fyrsta deit einhvers staðar á almannafæri, ég get ekki verið að láta að sjá mig,“ segir Guðrún Svava betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún er viðmælandi í Einkalífinu og ræðir meðal annars stefnumótamenninguna hérlendis, eða öllu heldur takmörk hennar, og draumaprinsinn. Lífið 17.10.2024 07:02
„Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ „Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 13.10.2024 07:03
„Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ „Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 10.10.2024 07:01
„Eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu. Lífið 3.10.2024 07:00
Mamma byrjuð að undirbúa stúdentsveislu þegar fregn barst af falli Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin. Lífið 29.9.2024 07:02
„Þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekkert að því að menn vaði í hann í opinberri umræðu. Öðru máli gegni um það þegar vaðið sé í fjölskyldu hans en þá segist Stefán Einar taka af sér boxhanskana. Lífið 27.9.2024 20:02
„Siðlausi siðfræðingurinn“ hreyfir ekki við Stefáni Einari Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist aldrei hafa látið uppnefni í opinberri umræðu á sig fá og gefur lítið fyrir að vera stundum uppnefndur „siðlausi siðfræðingurinn.“ Stefán segir slíkt aldagamalt verkfæri til þess að ná sér niður á fólki. Hann segist miklu frekar fá jákvæð viðbrögð við því að vera óhræddur við að viðra skoðanir sínar. Lífið 26.9.2024 07:01
Var talin vera hommi og lögð í einelti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. Lífið 22.9.2024 07:02
Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst. Lífið 19.9.2024 07:02
„Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ „Ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur sem er viðmælandi í Einkalífinu. Þar ræðir hann meðal annars æskuna og hvernig hann reyndi að breyta sér í von um að eignast vini, sem leiddi af sér marga óvini. Lífið 12.9.2024 07:03
Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans „Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur. Hann er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 8.9.2024 07:02
Fékk typpamyndir og áreiti þegar þeir héldu að hann væri stelpa „Fólk var að senda mér skilaboð endalaust, fólk var að senda mér typpamyndir, fólk var að senda mér allan andskotann. Þetta var rosalega óþægilegt,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur en hann er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 6.9.2024 07:01
„Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb“ „Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Lífið 9.6.2024 07:01
„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Lífið 6.6.2024 07:01
„Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta viðtal“ Frosti Logason fjölmiðlamaður segir markmið sitt með umfjöllun sinni um Eddu Falak aldrei hafa verið að hefna sín á henni vegna viðtals hennar við fyrrverandi kærustu hans. Frosti segir blaðamann Stundarinnar hafa boðið honum að segja sína hlið en síðan hætt við það án skýringa. Lífið 12.5.2024 07:00
„Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið“ Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Lífið 9.5.2024 07:01
Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna ástandsins í Íran Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum. Lífið 28.4.2024 07:00
Heyrt kjaftasögurnar um eldri mennina sem stýri henni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti. Lífið 25.4.2024 07:00
„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“ „Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður. Lífið 20.4.2024 07:02
„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 14.4.2024 07:01
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. Lífið 11.4.2024 07:00
Draumurinn kýldur niður í Englandi og Svíþjóð Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur átti sér lengst af þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta. Fátt annað komst að og hann fór sem unglingur út til Svíþjóðar og Englands til reynslu. Þar var draumurinn hinsvegar kýldur niður og honum sagt að hann væri of lítill. Lífið 6.4.2024 07:01
„Ég hef aldrei lent í svona hvirfilbyl“ Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segist aldrei hafa lent í viðlíka hvirfilbyl og fyrir síðustu jól í aðdraganda útgáfu bókar hans um þriðju vaktina. Þorsteinn segist viss um að hörð umræða um málið stafi af því að hann sé sá sem hann er þó hann viðurkenni að hann hafi átt gagnrýnina skilið. Lífið 1.4.2024 07:00
Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Lífið 28.3.2024 07:00
„Ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur“ „Ég er ekki týpa sem pæli mikið í því hvað öðrum finnst,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 24.3.2024 07:00
„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 17.3.2024 07:01
Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 14.3.2024 07:00