„Þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 20:02 Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára en hafi þótt nóg um þegar sá síðarnefndi hafi beint spjótum sínum að konunni hans. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekkert að því að menn vaði í hann í opinberri umræðu. Öðru máli gegni um það þegar vaðið sé í fjölskyldu hans en þá segist Stefán Einar taka af sér boxhanskana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars þátttöku sína í opinberri umræðu og tíð netrifrildi, meðal annars við Gunnar Smára Egilsson. Hann segist óhræddur við óvinsældir og að segja hug sinn þrátt fyrir að fá stundum ótrúleg níðskrif frá fólki í einkaskilaboðum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Níðskrif dæma sig sjálf Í Einkalífinu segir Stefán að það fái ekkert á hann þegar ráðist sé að honum í umræðunni og hann uppnefndur. Þetta sé aldagamalt verkfæri. „Við sjáum nú bara hvernig Donald Trump uppnefnir alla sína andstæðinga og stundum samherja líka ef hann telur sig eiga eitthvað sökótt við þá, það er bara aðferðafræði sem er viðurkennd og getur oft verið skemmtileg hreinlega, sérstaklega ef það er góður húmor í því og menn hafa gert þetta í minn garð lengi. Það hreyfir ekkert við mér, þetta eru bara þeirra eigin orð og þau dæma sig sjálf.“ Hann segist miklu frekar fá jákvæð ummæli, þar sem fólk þakki honum fyrir að láta slag standa. „Og segja hluti sem margir hugsa. Miklu fleiri heldur en níðyrði og annað í þeim dúr. Ég fæ auðvitað líka stundum inni á Messenger eða í tölvupóst alveg ótrúleg skrif frá fólki og það bara dæmir sig sjálft.“ Boxhanskarnir af Talið berst einnig í þættinum að netrifrildum Stefáns sem gjarnan verða að fréttaefni. Nýjasta dæmi þess eru rifrildi Stefáns við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára, haft gaman af mörgu sem hann hafi gert. „Ég hef kallað hann í viðtöl til mín og ég hef meira að segja gefið honum barnabækur sem ég hef gefið út til þess að hann geti lesið fyrir barnabörnin sín og annað og ég hef reynt að sýna honum vinsemd og verið jákvæður í hans garð en hann tók hinsvegar ákvörðun um það núna í forsetakosningunum síðustu þar sem ég sinnti einfaldlega hlutverki fjölmiðlamanns eins og þú ert að sinna í dag og ákvað þar að ráðast af gegndarlausri hörku og miskunnarleysi á konuna mína, sem hefur ekkert sér til saka unnið, aldrei lagt orð í belg opinberlega eða hallað orði að nokkrum manni.“ Eiginkona Stefáns, Sara Lind Guðbergsdóttir var skipuð tímabundið sem orkumálastjóri í stað Höllu Hrundar Logadóttur á meðan hún var í framboði. Stefán segir Gunnar Smára hafa vaðið í hana augljóslega í þeim tilgangi að koma höggi á hann. „Saka hana jafnvel um lögbrot og annað. Menn mega alveg hamast þannig á mér, ég sef mjög vært þrátt fyrir það, en þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af og svara mönnum með þeim hætti sem ég tel við hæfi. Ég hef þar einfaldlega bent á það hvernig Gunnar hefur vaðið áfram, skilið fólk, launamenn í hans fyrirtækjum eftir með sárt ennið, gjaldþrotasögu og annað í þeim dúr og þetta eru bara hlutir sem ég hef haldið til haga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars þátttöku sína í opinberri umræðu og tíð netrifrildi, meðal annars við Gunnar Smára Egilsson. Hann segist óhræddur við óvinsældir og að segja hug sinn þrátt fyrir að fá stundum ótrúleg níðskrif frá fólki í einkaskilaboðum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Níðskrif dæma sig sjálf Í Einkalífinu segir Stefán að það fái ekkert á hann þegar ráðist sé að honum í umræðunni og hann uppnefndur. Þetta sé aldagamalt verkfæri. „Við sjáum nú bara hvernig Donald Trump uppnefnir alla sína andstæðinga og stundum samherja líka ef hann telur sig eiga eitthvað sökótt við þá, það er bara aðferðafræði sem er viðurkennd og getur oft verið skemmtileg hreinlega, sérstaklega ef það er góður húmor í því og menn hafa gert þetta í minn garð lengi. Það hreyfir ekkert við mér, þetta eru bara þeirra eigin orð og þau dæma sig sjálf.“ Hann segist miklu frekar fá jákvæð ummæli, þar sem fólk þakki honum fyrir að láta slag standa. „Og segja hluti sem margir hugsa. Miklu fleiri heldur en níðyrði og annað í þeim dúr. Ég fæ auðvitað líka stundum inni á Messenger eða í tölvupóst alveg ótrúleg skrif frá fólki og það bara dæmir sig sjálft.“ Boxhanskarnir af Talið berst einnig í þættinum að netrifrildum Stefáns sem gjarnan verða að fréttaefni. Nýjasta dæmi þess eru rifrildi Stefáns við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára, haft gaman af mörgu sem hann hafi gert. „Ég hef kallað hann í viðtöl til mín og ég hef meira að segja gefið honum barnabækur sem ég hef gefið út til þess að hann geti lesið fyrir barnabörnin sín og annað og ég hef reynt að sýna honum vinsemd og verið jákvæður í hans garð en hann tók hinsvegar ákvörðun um það núna í forsetakosningunum síðustu þar sem ég sinnti einfaldlega hlutverki fjölmiðlamanns eins og þú ert að sinna í dag og ákvað þar að ráðast af gegndarlausri hörku og miskunnarleysi á konuna mína, sem hefur ekkert sér til saka unnið, aldrei lagt orð í belg opinberlega eða hallað orði að nokkrum manni.“ Eiginkona Stefáns, Sara Lind Guðbergsdóttir var skipuð tímabundið sem orkumálastjóri í stað Höllu Hrundar Logadóttur á meðan hún var í framboði. Stefán segir Gunnar Smára hafa vaðið í hana augljóslega í þeim tilgangi að koma höggi á hann. „Saka hana jafnvel um lögbrot og annað. Menn mega alveg hamast þannig á mér, ég sef mjög vært þrátt fyrir það, en þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af og svara mönnum með þeim hætti sem ég tel við hæfi. Ég hef þar einfaldlega bent á það hvernig Gunnar hefur vaðið áfram, skilið fólk, launamenn í hans fyrirtækjum eftir með sárt ennið, gjaldþrotasögu og annað í þeim dúr og þetta eru bara hlutir sem ég hef haldið til haga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira