
Heilbrigðismál

Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru
Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust.

Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar
Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu.

Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi
Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna.

Skammdegisþunglyndi tengt við erfðir
Árstíðabundið þunglyndi er afbrigði þunglyndis. Á Íslandi er mest rætt um árstíðabundið þunglyndi tengt vetri, kallað skammdegisþunglyndi. Rannsakendur við Johns Hopkins komust að því að skammdegisþunglyndi gæti verið tengt geni sem kallast ZBTB20

Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof
Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Þingflokksformenn VG og Framsóknar segja mikilvægt að málið komist til umræðu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur málið áfram til umfjöllunar.

Tilraunaverkefni með breska sjúkrasamlaginu
Framleiðendur smáforrits sem auðveldar fólki með sykursýki að skrá blóðsykursmælingar hefur verið boðið að taka þátt í tilraunaverkefni með breska sjúkrasamlaginu.

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja.

Lyfjastofnun bregst við lyfjaskorti með nýju kerfi
Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram.

Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda
Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“

Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga
Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar.

Uppgötva hvers vegna ofþyngd getur leitt til þunglyndis
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt.

Læknar vilja rafrettur úr sölu
Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu

Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi
Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra.

200 látnir í ebólufaraldri í Kongó
Meira en 200 manns eru nú látnir eftir nýjasta ebólu faraldur í Kongó samkvæmt þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Helmingur fórnarlambanna voru frá Beni, borg sem telur 800.000 manns, í norðurhluta landsins.

Segir enga sérhæfða þjónustu í boði fyrir krabbameinssjúka eftir fjögur á daginn
Ungur maður sem greindist með krabbamein í upphafi árs segir mikilvægt að stjórnvöld virki krabbameinsáætlun hér á landi. Komi upp vandamál á kvöldin þurfi að leita á bráðamóttöku sem getur verið lífsógnandi staður fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi.

Telur framhaldsskólanema vinna of mikið
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár.

Mikið minni frjósemi á heimsvísu kemur vísindamönnum í opna skjöldu
Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum.

Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að greina stöðu barna á Íslandi
Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.

Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar.

Skorpulifur verður æ algengari hér á landi
Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur.

Sex nýjar reglugerðir eiga að tryggja rétt fatlaðra betur
Reglugerðirnar hafa tekið gildi.

Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi
Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar.

Ekki fjallað um mikilvæga þætti í nýrri heilbrigðisstefnu
Utanspítalaþjónusta, eins og sjúkraflutningar og sjúkraflug, málefni hjúkrunarheimila og endurhæfing sjúklinga

Meðferð við legslímuflakki í augsýn
Rannsókn vísindamannanna, sem birt var í vísindaritinu Stem Cell Report í gær, sýnir fram á að hægt er að hagnýta fjölhæfar stofnfrumur til að koma í stað frumna í legi kvenna sem valda sjúkdóminum.

Stórt skref í meðhöndlun mænuskaða
Tvíþætt meðferð sem byggir á markvissri raförvun og sjúkraþjálfun hefur skilað einstökum árangri í Sviss. Þrír einstaklingar, sem allir eru lamaðir fyrir neðan mitti, geta nú gengið, með og án örvunar.

Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík
Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og umtalsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg.

Geðheilbrigðisstefnumótun
Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu.

Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda
Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu.

Segir tillögur Svandísar svívirðilegar
Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku

Erfitt að manna þjónustu við aldraða
Þau sem starfa við þjónustu aldraðra telja að stórauka þurfi þjónustuna og segja helstu áskoranir felast í ónógu fjármagni og erfiðleikum við að manna stöður. Einnig að leita þurfi leiða til að tryggja aðgengi að þjónustunni fyrir aldraða íbúa á landsbyggðinni.