
Ofbeldi gegn börnum

Sérðu eftir því að hafa kært?
Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði.

Gekkst við „bossapartýi“ á leikskóla
Ungur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot og kynferðislega áreitni gegn barni Ákvörðun um refsingu mannsins hefur verið frestað, og mun falla niður að fimm árum liðnum, en honum var gert að greiða þremur börnum miskabætur.

Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi
Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn.

Lokkaði stúlkur á sloppnum með saltpillum og týndum kettlingum
„Þessi maður bauð mér einu sinni far þegar ég var mjög ung og það er far sem ég mun alltaf sjá eftir að hafa þegið. Ég fagna dauða hans,“ segir Sigrún Þorvaldsdóttir. Sigrún er ein þeirra kvenna sem urðu fyrir barðinu á skrímslinu svonefnda í bláa húsinu í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórinn í Eyjum vonar að samfélagið myndi bregðast öðruvísi við kæmi slíkt mál upp í dag.

Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis
Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis.

Kynferðisofbeldi gegn börnum heldur áfram að aukast
Stigvaxandi aukning hefur orðið er á tilkynningum um kynferðisofbeldi gegn börnum til Barnaverndar Reykjavíkur á síðustu þremur árum. Tilkynningum þess efnis fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra frá árinu á undan, 2021. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur.

Skrímslið í bláa húsinu sem allir vissu af en enginn talaði um
Við Túngötu 21 í Vestmanneyjum stendur lítið einbýlishús. Evu Ólafsdóttur stendur stuggur af húsinu og hún er ekki ein um það. Húsið vekur upp vondar minningar.

Meintur barnaníðingur gómaður eftir sviðsetningu á eigin dauðdaga
Bandarískur maður sem er grunaður um að sviðsetja eigin dauðdaga til að forðast saksókn í barnaníðsmálum var handtekinn á síðastliðinn sunnudag eftir að hafa reynt að flýja frá lögreglu í Georgíuríki Bandaríkjanna.

Taldi særðri dóttur sinni trú um að þau ættu í ástarsambandi
Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu
Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt.

Þrjú ungbörn fundust látin í kjallara í Póllandi
Tvö voru handtekin á föstudag og kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 54 ára karlmaður og tvítug dóttir hans. Þrjú ungbörn fundust látin á vettvangi. Málið er enn til rannsóknar.

„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“
„„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Myndband sýnir starfsmann skóla slá þriggja ára barn í hausinn
Myndband úr öryggismyndavél úr skóla í Ohio-ríki Bandaríkjanna sýnir það þegar starfsmaður skólans hleypur á eftir þriggja ára barni, slær það í hausinn sem veldur því að barnið fellur til jarðar, en í kjölfarið tekur starfsmaðurinn barnið upp á fótleggjunum.

Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni
Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum.

Ákærður fyrir að binda barn niður og kitla það
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi.

Sænsk kona grunuð um að hafa myrt barnið sitt og slasað annað
Lögreglan í Vallentuna í Svíþjóð handtók á laugardag konu sem grunuð er um að hafa myrt barnið sitt og slasað annað alvarlega. Bæði börnin eru yngri en fimmtán ára.

Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi.

Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði.

Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega
Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn.

Vissir þú að það má ekki meiða börn?
Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum.

Taktu skrefið
Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar.

Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði
Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu.

Hyggst gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum
Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema.

„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“
Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði.

Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI
Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni.

Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás
Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.

Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað
Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil.

Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum
Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi.

Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis
Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis.

Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum
Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi.