Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 15:27 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. „Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira