Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn nákomnu stúlkubarni Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 20:25 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn stúlkubarni. Hann er sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar á alvarlegan hátt með háttsemi sinni. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum, en ýmis atriði hafa verið afmáð, svosem hvenær meint brot voru framin og hver tenging stúlkunnar og mannsins er. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Því má gera ráð fyrir að stúlkan sé afkomandi mannsins, eða þá að hún hafi búið á sama heimili og hann. Af ákærunni má sjá að meint brot ná að minnsta kosti yfir tveggja ára tímabil. Hann er sagður hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, misnotað freklega yfirburði sína gagnvart henni sem og traust hennar og trúnað. Hann hafi gert það með því að hafa í fjölda skipta nauðgað henni, og áreitt hana kynferðislega. Ákæruliðirnir eru sex talsins. Fjórir þeirra varða nauðganir. Fimm ákæruliðanna varða hver um sig eitt atvik, en einn þeirra varðar nokkur atvik. Fram kemur að meint brot hafi verið framin í tveimur húsum. Þau munu hafa verið framin í stofu, eldhúsi, svefnherbergi, og öðrum herbergjum í þessum húsum. Þess er krafist fyrir hönd stúlkunnar að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna auk vaxta vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum, en ýmis atriði hafa verið afmáð, svosem hvenær meint brot voru framin og hver tenging stúlkunnar og mannsins er. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Því má gera ráð fyrir að stúlkan sé afkomandi mannsins, eða þá að hún hafi búið á sama heimili og hann. Af ákærunni má sjá að meint brot ná að minnsta kosti yfir tveggja ára tímabil. Hann er sagður hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, misnotað freklega yfirburði sína gagnvart henni sem og traust hennar og trúnað. Hann hafi gert það með því að hafa í fjölda skipta nauðgað henni, og áreitt hana kynferðislega. Ákæruliðirnir eru sex talsins. Fjórir þeirra varða nauðganir. Fimm ákæruliðanna varða hver um sig eitt atvik, en einn þeirra varðar nokkur atvik. Fram kemur að meint brot hafi verið framin í tveimur húsum. Þau munu hafa verið framin í stofu, eldhúsi, svefnherbergi, og öðrum herbergjum í þessum húsum. Þess er krafist fyrir hönd stúlkunnar að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna auk vaxta vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira