
Þjóðadeild karla í fótbolta

Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu
Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports, voru ekki sammála í gær þegar kom að umræðunni um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins og hvort að Åge Hareide eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins.

Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur
Þetta hefur verið sögulegt haust fyrir smáríkið San Marínó sem var tölfræðilega lélegasta landslið heims samkvæmt síðasta styrkleikalista FIFA.

„Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“
Andri Lucas Guðjohnsen, markaskorari Íslands í 4-1 tapi fyrir Wales í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld, var að vonum svekktur í leikslok. Hann segir meiðsli makkers síns í framlínunni hafa haft sitt að segja.

Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi
Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum.

„Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“
Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum.

Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“
Åge Hareide kveðst ekki geta svarað því hvort að leikurinn við Wales í kvöld hafi verið hans síðasti sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“
Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk.

Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið
Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta.

X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy
Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X.

Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni
Viktor Gyökeres getur ekki hætt að skora og hann fór á kostum með Svíum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína
Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri.

Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild
Svartfjallaland vann mjög óvæntan 3-1 sigur á Tyrklandi í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld.

Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum
Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir en Wales svaraði með fjórum mörkum í leiknum mikilvæga í Cardiff í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“
Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla.

Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi
Åge Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn mikilvæga á móti Wales í Cardiff í kvöld. Með sigri tryggja íslensku strákarnir sér sæti í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland?
Þrátt fyrir að hafa spilað í D-deild Þjóðadeildarinnar er San Marínó nær því en Ísland að komast varaleiðina inn í umspilið um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026.

Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“
Það er leikdagur í Cardiff. Í kvöld mun Wales taka á móti Íslandi í Þjóðadeild karla í fótbolta á Cardiff City leikvanginum. Stöð 2 Sport er á svæðinu. Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp með Aroni Guðmundssyni. Upphitun sem má sjá hér fyrir neðan.

Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins.

Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis
Vegna vallarmála á Íslandi neyðist íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn til þess að spila heimaleik erlendis, í lok mars á næsta ári.

Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar.

Þjálfari Noregs rakar inn milljónum
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fær rúmar 12 milljónir íslenskra króna vegna árangurs liðsins í Þjóðadeildinni.

Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum.

Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum.

Daðrað við elítuna eða hætta á falli?
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk.

Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum
Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni.

Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið
Taylor Harwood-Bellis opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið í stórsigri á Írlandi í Þjóðadeildinni. Í ljós kom að verðandi tengdafaðir hans var í myndverinu hjá Sky Sports.

San Marínó vann aftur og komst upp
San Marínó sýndi að sigurinn sögulegi á Liechtenstein í september var enginn tilviljun því San Marinó menn sóttu þrjú stig til Liechtenstein í kvöld.

Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum
Spánn, Portúgal, Danmörk og Króatía eru öll komin áfram í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar.

27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun
Það verður vel mætt á leik Wales og Íslands í Þjóðadeildinni annað kvöld en þetta er úrslitaleikur um annað sætið riðilsins og sæti í umspilli um laust sæti í A-deild.

Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka
Virgil van Dijk fékk frí frá seinni landsleik Hollendinga í þessum landsleikjaglugga og fær því dýrmæta hvíld fyrir framhaldið á tímabilinu.