Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2025 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðast landsleik gegn Wales í október, í 2-2 jafnteflinu á Laugardalsvelli. Það var hans 83. A-landsleikur. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði. Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira