Leikurinn í Belgrad í gær endaði með markalausu jafntefli. Með því tryggðu Danir sér 2. sætið í riðli 4 og þar af leiðandi sæti í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
Eins og venjan er mætti Riemer á blaðamannafund eftir leikinn. Fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins kynnti Riemer og bauð viðstöddum að bera upp spurningar.
Við tók hins vegar afar vandræðaleg þögn þar sem engar spurningar voru bornar upp. Það var því ekkert annað að gera en að ljúka fundinum. Riemer stóð því upp og yfirgaf salinn sem með bros á vör.
The shortest press conference in history? ⌚
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 20, 2024
Denmark coach Brian Riemer leaves after being asked no questions following their goalless draw with Serbia 🇩🇰 pic.twitter.com/DPFPJuEbQp
Riemer var ráðinn þjálfari danska landsliðsins í síðasta mánuði. Hann var áður við stjórnvölinn hjá Anderlecht í Belgíu.
Danir töpuðu fyrir Evrópumeisturum Spánverja á föstudaginn, 1-2, og gerðu svo markalaust jafntefli við Serba í gær í fyrstu leikjunum undir stjórn Riemers.