Börn og uppeldi

Fréttamynd

Barbie dúkka með sykur­sýki týpu eitt

Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Perry og Bloom saman á snekkju Bezos

Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er bara hálf­kák og ekkert annað“

Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi á bið­lista og mögu­lega þarf að vísa frá

Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá.

Innlent
Fréttamynd

Mennta­stefna 2030

Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég fæ alltaf gæsa­húð af góðum texta“

Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 

Lífið
Fréttamynd

„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Sól, sumar og síma­friður: 10 ráð varðandi skjá­notkun í sumar­fríinu

„Við þurfum að taka okkur tíma til að horfast í augu við hvert annað, leggja símann til hliðar og eiga samverustundir með fullri þátttöku og innlifun. […] almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og næsta haust með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa.“

Skoðun
Fréttamynd

Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endur­gjalds

Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar fjöl­bura fá lengra fæðingar­or­lof

Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér

Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat

Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnar­mál

Barnaverndarstofa sendi í gær frá sér skýrslu um fjölda barnaverndartilkynninga á árunum 2022 til 2024. Skýrslur og annað sem kemur út á vegum stjórnvalda á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst, fær nær enga athygli í samfélagsumræðunni eða í þingsal vegna sumarleyfa.

Skoðun
Fréttamynd

Á­tak til að stytta bið­lista barna eftir sér­fræðiað­stoð

Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Biðla til for­eldra: Barn einungis þrjá­tíu sekúndur að drukkna

Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur.

Innlent
Fréttamynd

Barna­há­tíðin Kátt snýr aftur

Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa.

Lífið
Fréttamynd

Leikskólabarn með á­verka en starfs­maður sýknaður

Starfsmaður leikskóla hefur verið sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot gegn barni á leikskólanum. Barnið hlaut sýnilega áverka á öxl eftir að starfsmaðurinn þreif í það en ekki var talið sannað að starfsmaðurinn hefði haft ásetning til að meiða barnið.

Innlent