Evrópusambandið Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18.7.2025 19:48 Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18.7.2025 19:01 Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Innlent 17.7.2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17.7.2025 17:40 Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Blaðamannafundur forsætisráðherra með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er að hefjast. Hér geturðu fylgst með í beinni. Innlent 17.7.2025 16:59 Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Innlent 17.7.2025 15:11 Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 13:07 Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29 Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Skoðun 17.7.2025 09:33 Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. Innlent 16.7.2025 10:19 Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Almennur dómstóll Evrópusambandsins hefur staðfest niðurstöðu Hugverkastofu ESB varðandi vörumerkið Iceland. Hefur hann hafnað kröfum Iceland Foods Ltd. um ógildingu á niðurstöðu EUIPO. Innlent 16.7.2025 08:45 Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 14.7.2025 16:05 Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo? Skoðun 14.7.2025 16:02 Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins er boðið til Íslands meðan þjóðarmorð stendur á Gaza. Hún hefur lýst því yfir að Ísrael fylgi sömu gildum og Evrópa, hún segir frelsi Ísraels vera frelsi Evrópu og hún segir að Ísrael sé að verja sig. Ursula styður þjóðarmorðið. Skoðun 13.7.2025 22:29 Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Félagið Ísland-Palestína hefur efnt til mótmæla gegn opinberri heimsókn Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, til Íslands í vikunni. Innlent 13.7.2025 22:26 Ursula von der Leyen kemur til Íslands Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 13.7.2025 12:19 Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir. Viðskipti erlent 12.7.2025 13:43 Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 10.7.2025 13:14 Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Skoðun 10.7.2025 07:03 Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Frumvarpið um bókun 35 er líklega mesti smánarblettur sem fallið hefur á Alþingi frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Skoðun 9.7.2025 12:31 Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Viðskipti innlent 9.7.2025 08:02 Gervigreindin beisluð Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma. Skoðun 9.7.2025 07:01 Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Erlent 8.7.2025 08:55 Hannað fyrir miklu stærri markaði „Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Skoðun 5.7.2025 17:30 Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Erlent 4.7.2025 09:10 Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Erlent 2.7.2025 16:01 Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. Lífið 1.7.2025 21:48 Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:56 Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Erlent 27.6.2025 14:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 56 ›
Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18.7.2025 19:48
Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18.7.2025 19:01
Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Innlent 17.7.2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17.7.2025 17:40
Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Blaðamannafundur forsætisráðherra með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er að hefjast. Hér geturðu fylgst með í beinni. Innlent 17.7.2025 16:59
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Innlent 17.7.2025 15:11
Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 13:07
Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29
Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Skoðun 17.7.2025 09:33
Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. Innlent 16.7.2025 10:19
Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Almennur dómstóll Evrópusambandsins hefur staðfest niðurstöðu Hugverkastofu ESB varðandi vörumerkið Iceland. Hefur hann hafnað kröfum Iceland Foods Ltd. um ógildingu á niðurstöðu EUIPO. Innlent 16.7.2025 08:45
Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 14.7.2025 16:05
Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo? Skoðun 14.7.2025 16:02
Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins er boðið til Íslands meðan þjóðarmorð stendur á Gaza. Hún hefur lýst því yfir að Ísrael fylgi sömu gildum og Evrópa, hún segir frelsi Ísraels vera frelsi Evrópu og hún segir að Ísrael sé að verja sig. Ursula styður þjóðarmorðið. Skoðun 13.7.2025 22:29
Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Félagið Ísland-Palestína hefur efnt til mótmæla gegn opinberri heimsókn Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, til Íslands í vikunni. Innlent 13.7.2025 22:26
Ursula von der Leyen kemur til Íslands Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 13.7.2025 12:19
Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir. Viðskipti erlent 12.7.2025 13:43
Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 10.7.2025 13:14
Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Skoðun 10.7.2025 07:03
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Frumvarpið um bókun 35 er líklega mesti smánarblettur sem fallið hefur á Alþingi frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Skoðun 9.7.2025 12:31
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Viðskipti innlent 9.7.2025 08:02
Gervigreindin beisluð Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma. Skoðun 9.7.2025 07:01
Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Erlent 8.7.2025 08:55
Hannað fyrir miklu stærri markaði „Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Skoðun 5.7.2025 17:30
Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Erlent 4.7.2025 09:10
Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Erlent 2.7.2025 16:01
Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. Lífið 1.7.2025 21:48
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:56
Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Erlent 27.6.2025 14:44