Landspítalinn

Af hverju er þetta ekki í lagi?
Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu.

Hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum
Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til.

Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags
Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram
Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt.

Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir?
„Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“

Kapellan þyrfti að víkja fyrir Covid-sjúklingum
Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Landspítala sem átti að koma í stað fyrir Covid-göngudeildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heilbrigðisráðuneytinu drög að útfærslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Covid-sjúklinga.

Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað
Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun.

Tveir lögreglumenn slasaðir eftir árás á geðdeild
Tveir lögreglumenn slösuðust og þurftu að leita á slysadeild Landspítala eftir að maður réðst á þá inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut í morgun.

Sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni
Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans rannsakar nú málið og á meðan hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað.

Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunarvél
Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær.

Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm
Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði.

Fjórir sjúklingar lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19
Alls liggja nítján sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru þrír á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Fjórtán eru nú á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að einstaklingar greindust þar fyrr í vikunni.

Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli
Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika.

Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna
Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif?

Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta
Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót.

Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella
Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19.

Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn
Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn.

Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum
Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið.

Greindist smitaður á heila- og taugaskurðdeildinni
Sjúklingur á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í dag.

Ástand á geðdeild og hertra aðgerða krafist strax
Tveir sjúklingar og fimm starfsmenn á geðdeild Landspítalans hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Ein geðdeild er lokuð fyrir innlagnir og önnur í sóttkví að hluta vegna þessa.

Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu
„Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“

Langflestir sem hafa greinst tvisvar með Covid-19 voru óbólusettir
Alls hafa 27 einstaklingar hérlendis smitast tvisvar af kórónuveirunni samkvæmt skrá Almannavarna en af þeim voru 22 óbólusettir. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Flaggskip með net í skrúfunni
Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd.

Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“
Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna.

Fimmtán liggja inni og þrír eru í öndunarvél
Fimmtán liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár.

Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift
Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar.

„Það er allt að springa hérna“
Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir
Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu.

Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli
Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu
117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember.