Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 19:11 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira