Hefur beðið sárkvalinn í viku eftir aðgerð sem ekki er hægt að framkvæma vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 12:06 Svala Lind Ægisdóttir er móðir drengsins. vísir Drengur sem handleggsbrotnaði á þriðjudaginn í síðustu viku bíður enn eftir aðgerð sem ekki hefur verið hægt að framkvæma vegna manneklu á Landspítalanum. Móðir hans segir drenginn sárkvalinn og ekkert sé hægt að gera vegna stöðunnar á spítalanum. Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira