

Ostabirgðir Mjólkursamsölunnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum þrátt fyrir afsetningu á hrakvirði erlendis. Formaður stjórnar Auðhumlu segir heldur of mikið framleitt af próteini hér á landi miðað við sölutölur.
Á meðan tugþúsundir ferkílómetra lands eru ekki beitarhæfir að mati Ólafar Arnalds jarðvegsfræðings ráfar sauðfé um landið að sumri. Landgræðslan og sauðfjárbændur ósammála um hvort sauðfé haldi aftur af gróðurframvindu.
Á þessum degi fyrir 25 árum seldi Kári Þorgrímsson lambakjöt sem ekki hafði verið styrkt af íslenska ríkinu. Hann segir vandann nú vera afurðastöðvunum að kenna.
132 tonn af lambakjöti voru flutt út í ágúst fyrir um 60 milljónir króna. Kílóverðið var því um 450 krónur.
Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna.
Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra.
Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir.
Meðalverð á lambakjöti í útflutningi fyrstu sjö mánuði ársins rétt losar 500 krónur á kílóið. Hefur lækkað um 300 krónur á tveimur árum. Lambalæri fara út á 600 krónur en bjóðast Íslendingum á rúmar 1.000 krónur.
Töluvert vantar upp á tillögur þær sem landbúnaðarráðherra birti í gær til að leysa vanda sauðfjárbænda. Tillögurnar eru ágætar svo langt sem þær ná. Þær eru hins vegar skemmri skírn og plástur á sár sem ekki grær.
Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi.
Mikilvægt er að snúa af þeirri leið að leggja af framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu á Íslandi.
Núverandi ábúðarkerfi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir ríkissjóð vegna skyldu ríkisins til endurkaupa á fasteignum ábúanda við ábúðarlok og veðleyfa í jörðum vegna framkvæmda ábúandans á ábúðartíma.
Dæmi voru um að íslensk hross fengju nöfn með ruddalegri meiningu eða sem voru jafnvel klúr. Það var af illri nauðsyn sem Nafnanefnd íslenska hestsins var sett á laggirnar til að grípa inn í.
Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda.
Samkeppniseftirlitið telur að hugmyndir sláturleyfishafa um að standa saman að útflutningi kindakjöts séu til þess fallnar að raska samkeppni með afar alvarlegum hætti.
Von er á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað til að kynna sér sláturhús. Horfur eru á að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í framhaldinu. Erfitt er að selja kjöt erlendis sem ekki er merkt sem íslensk.
Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum.
Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa.
Llandbúnaðarráðherra segist ekki sammála ummælum Vigdísar Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði.
Hver hæna gefur um það bil 200 egg á ári ef rétt er haldið á spöðunum.
Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag.
„Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“
Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015.
Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla.
Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti.
Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna.
Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári.
Árlega er flutt inn töluvert magn grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða hérlendis án mikillar fyrirhafnar. Stjórnvöld hafa í hendi sér að hvetja bændur til að auka framleiðslu en lægra orkuverð skiptir mestu.
Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson.
Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur.