Móðir jörð sýknuð vegna útlendra sjálfboðaliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 11:10 Úr Vallanesi Fréttablaðið/Valgarður Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent