Móðir jörð sýknuð vegna útlendra sjálfboðaliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 11:10 Úr Vallanesi Fréttablaðið/Valgarður Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00