Forystufé reynist bændum vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2018 19:45 „Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“ Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“
Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira