

Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom manni færra til Istanbul í dag því það skiluðu sér ekki allir leikmenn liðsins í flugið.
Pólverjinn Szymon Marciniak hefði líklega verið óskadómari Íslands í leik Tyrklands og Íslands í Istanbul á morgun.
Tyrkir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk samanlagt í fyrstu átta leikjum sínum í undankeppni EM 2020.
Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, hefur spilað marga landsleiki við Tyrki en þekkir ekki enn þá þá tilfinningu að tapa fyrir Tyrkjum í landsleik.
Gylfi Þór Sigurðsson var búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Everton í síðasta mánuði en kom aftur inn í síðasta leik.
Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum.
Callum Hudson-Odoi hefur mikið álit á Raheem Sterling, félaga sínum í enska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson hrósar lækni og læknateymi fyrir rétt og góð viðbrögð þegar André Gomes meiddist illa í leik Everton og Tottenham á dögunum.
Raheem Sterling var upphaflega rekinn úr enska landsliðshópnum eftir rifrildið við Joe Gomez en fékk að koma til baka eftir að landsliðsfélagar hans ræddu við Gareth Southgate.
Heimir Guðjónsson segir möguleika Íslands ekki góða á að komast áfram upp úr undankeppni EM 2020.
Leikurinn gegn Tyrklandi í Istanbúl undankepppni Evrópumótsins á fimmtudag verður verðugt og skemmtilegt verkefni segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Emre Belözoglu er reynslumesti leikmaður tyrkneska landsliðsins en það er ekki langt síðan að hann komst yfir hundrað leikja múrinn.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið að skila sér til Tyrklands síðustu daga þar sem íslenska landsliðið mætir heimamönnum á fimmtudagskvöldið í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.
Sá sem ætti að þekkja heimavöll Galatasaray best af leikmönnum íslenska landsliðsins er að fara spila sinn fyrsta leik á Türk Telekom leikvanginum á fimmtudagskvöldið.
Alfreð Finnbogason segir stefnuna vera að þagga niður í hávaðasömum stuðningsmönnum Tyrkja á fimmtudagskvöldið og reyna að gera þetta að eftirminnilegu kvöldi fyrir íslensku strákana.
Tyrkir eru að gera frábæra hluti í undankeppni EM og það er kannski ekkert skrýtið ef við skoðum það hver er að þjálfa liðið en það er sannkölluð lifandi goðsögn.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen.
Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri.
Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum.
Raheem Sterling verður ekki með enska landsliðinu gegn Svartfjallalandi á fimmtudaginn eftir að hafa lent upp á kant við Joe Gomez.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að glíma við einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili þegar Ísland og Tyrkland mætast á fimmtudagskvöldið.
Alfreð Finnbogason er klár í slaginn gegn Tyrklandi á fimmtudag.
Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni EM.
Hvað er það við Íslendinga og Finna sem gerir það að verkum að Tyrkir eiga í meiri vandræðum gegn þeim en öðrum Norðurlandaþjóðum?
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik.
Strákarnir í karlalandsliðinu í fótbolta æfa á slóðum opna tyrkneska mótsins í golfi sem lauk í gærkvöldi.
Íslensku landsliðsstrákarnir hafa ekki yfir neinu að kvarta hér í Antalya þar sem liðið hefur sett upp búðir sína þar til íslenski hópurinn flýgur til Istanbul fyrir leikinn á fimmtudagskvöldi.