Ragnar Sigurðsson: Tyrkirnir eru ekkert að spá í mér Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 18:00 Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira