„Vissum ekki hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað“ Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 08:30 Íslenska landsliðið í fyrri leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Oliver Hardt Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira