
Aurum Holding málið

Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi
Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart.

Allir sýknaðir í Aurum-málinu
Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins.

Dómur fellur í Aurum málinu á morgun
Farið er fram á sex ára fangelsi yfir Lárusi Welding en fjögurra ára fangelsi yfir þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni.

Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna
Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra.

Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi
„Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis.

"Ég hef verið talsmaður dreifðs eignarhalds“
Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri Glitnis sagðist hafa hætt af sjálfsdáðum hjá bankanum fyrir dómi í Aurum málinu í dag.

„Mátt þú eiga þessi símtöl?“
Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson.

Segir samningamennina hafa verið vonda
Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu.

„Það var sætari stelpa á ballinu“
Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag.

Báru vitni frá Dubai
Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu.

Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu
Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag.

Bjarni Ármannsson þarf að bera vitni
Sjö fyrrverandi sjórnendur Glitnis þurfa að bera vitni í Aurum Holding-málinu auk tveggja forsvarsmanna skartgripafyrirtækis í Duabi.

Fá að bera vitni símleiðis frá Dubai
Dómari í Aurum málinu hefur úrskurðað að heimilt sé að taka símaskýrslu af tveimur vitnum sem búsett eru í Dubai. Þá var kröfu sérstaks saksóknara um að fá að taka skýrslu af fleiri vitnum, hafnað.

Var trúnaðarvinur Lárusar
Jón Sigurðsson fyrrverandi forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í Aurum málinu í dag. Þá fór fram munnlegur málflutningur um skýrslur ákveðinna vitna fyrir dómi.

Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma
Deilt um hvort vitni megi gefa símaskýrslu og hvort stjórnarmenn í Glitni þurfi að gefa skýrslur.

Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu
Þriðji dagur aðalmeðferðar Aurum Holding-málsins var í dag þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af starfsmönnum Glitnis, Kaupþings og Baugs.

Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu
Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans.

Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum
Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið.

Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“
Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur.

Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu
Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni.

Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag
Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun.

Minnisblað áhættunefndar lagt fram í Aurum málinu
Fyrirtaka í Aurum-málinu fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir að nýtt yfirmat á verðmæti Aurum Holding muni gera sérstökum saksóknara erfitt að ná fram sakfellingu.

Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara
Sagði embættið liggja á mikilvægum gögnum í marga mánuði sem eru mikilvæg fyrir vörn sakborninganna.

Hundruð tölvuskeyta á milli Jóns Ásgeirs og Lárusar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, skiptust á tölvupósti í á fimmta hundrað skipti á tímabilinu sem til rannsóknar var í svokölluðu Aurum-máli sérstaks saksóknara, frá því síðla árs 2007 og fram á mitt ár 2008.

Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum.

Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar
Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum.

Almennir kröfuhafar fá 225 milljarða
Þrotabú Landsbankans reiknar með að geta greitt 225 milljarða króna til almennra kröfuhafa sinna. Alls nema eignir búsins 1.543 milljörðum króna og forgangskröfur, að mestu hin svokallaða Icesave-skuld, eru 1.318 milljarðar króna. Áætlaðar endurheimtur búsins jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt á fjárhagsstöðu þrotabús Landsbankans, sem nú heitir LBI hf., en hún birt var fyrir helgi.

Rannsókn á Stím að ljúka
Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins.

Skuldir Aurum Holding niðurfærðar fyrir sölu
Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.