Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2013 20:15 Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira