Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2014 19:36 Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum. Aurum Holding málið Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum.
Aurum Holding málið Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira