Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 11:24 Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu leiði líkur að því að hann hefði framið brot. vísir/heiða Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01