Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga Hjörtur Hjartarson skrifar 7. nóvember 2013 19:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“ Aurum Holding málið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“
Aurum Holding málið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira