Krakkar

Fréttamynd

Geta búið til sinn eigin tölvuleik

Við kennum grunninn í forritun í gegnum Scratch eða Sonic Pi sem eru eins konar tölvuleikir. Í byrjun nóvember verðum við líka með Game Jam í Gerðubergi þar sem krakkar geta búið til sinn eigin tölvuleik og þannig fengið innsýn í vinnuna á bak við tölvuleikjagerð, segir Andri Kristjánsson hjá Borgarbóksafninu í Gerðubergi.

Lífið
Fréttamynd

Bý til mína eigin dansa

Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði.

Lífið
Fréttamynd

Það er langbest að vera á Íslandi

Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur.

Lífið
Fréttamynd

Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki

Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. "Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba.

Lífið
Fréttamynd

Allra besta sumarvinnan

Tómas Nói Emilsson fékk tilboð um sumarvinnu sem hann gat ekki hafnað; að leikstýra sjónvarpsauglýsingu. Hann er reynslunni ríkari og stefnir ótrauður á frekari kvikmyndagerð.

Lífið
Fréttamynd

Gleypti fyrstu tönnina sem ég missti

Auður Alma Brink Antonsdóttir er sjö ára og það besta við sumarið finnst henni að leika við Melkorku og Dýrleifu, vinkonur sínar, úti í góða veðrinu.

Lífið
Fréttamynd

Skemmtilegast í Trektinni

Elísa Hilda er á leiðinni í nýju rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar og Hanna Marín systir hennar er búin að prófa.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að verða rappari

Hann Daníel Kjartan Smart er tíu ára og hefur gaman af því að teikna. Svo æfir hann körfubolta, breikdans, klifur og parkour.

Lífið
Fréttamynd

Skattstjórinn er enn í grunnskóla

Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum.

Innlent
Fréttamynd

Fiðlusnillingur sem elskar dýr

Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir spilaði framúrskarandi vel á fiðlu á tónlistarhátíðinni Nótunni í Hörpu og fékk viðurkenningu fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Skemmtilegast að leika með bíla

Baldur Gísli Sigurjónsson er þriggja ára piltur. Hann er á leikskólanum Vinagarði og er búinn að fara á jólaball á deild sem heitir Uglugarður og þangað mættu jólasveinar.

Lífið