Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó Lovísa Arnardóttir skrifar 1. maí 2019 10:00 Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira