Hús og heimili

Fréttamynd

Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna

Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jafet Máni selur í­búð með ræktarsal

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ómar Örn og Nanna selja á eftir­sóttum stað í mið­bænum

Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hreinsun þakrenna fyrir­byggir skemmdir

Haustið er tími fjúkandi laufa og rigninga og þá fer álagið að aukast á þakrennum landsmanna. Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri Skrúbb, segir mikilvægt að sinna reglulegu viðhaldi svo forðast megi kostnaðarsamar skemmdir. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum sérhæft sig í hreinsun, viðgerðum og skiptum á rennum fyrir einstaklinga og húsfélög.

Samstarf
Fréttamynd

Fyrrum með­ferðar­heimili sett á sölu

Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­meistari í kokteilagerð selur slotið

Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ei­ríkur og Alma selja smekk­lega hæð í Garða­bæ

Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar, og eiginkona hans Alma Jóhanna Árnadóttir, PCC markþjálfi og grafískur hönnuður, hafa sett fallega hæð við Bjarkarás í Garðabæ á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Fögur hæð í frönskum stíl

Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu

Óskar Þórðarson, einn stofnenda súkkulaðiverskmiðjunnar Omnom, og eiginkona hans Marta Nowosad, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Akralandi í Garðabæ á sölu. Húsið er 229 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 209 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Óttar selur glæsiíbúð í Garða­bæ

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur sett glæsilega íbúð við Löngulínu í Garðabæ á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 124,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni

Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Glæsihöll Livar og Sverris á Arnar­nesi til sölu

Hjónin, Liv Bergþórs­dótt­ir for­stjóri BI­OEF­FECT og Sverr­ir Viðar Hauks­son, framkvæmdastjóri hjá BAKO verslunartækni, hafa sett glæsihús sitt við Blikanes á Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum

Það jafnast fátt á við notalega samveru í sumarbústað þar sem kyrrðin og óspillt náttúran er alltumlykjandi. Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt úrval sumarbústaða í öllum stærðum og gerðum.

Lífið
Fréttamynd

Í­búð í Vestur­bænum með mikinn karakter

Við Kvisthaga í Vestubæ Reykjavíkur er að finna rúmgóða og bjarta íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjórbýlishúsi sem var byggt árið 1952. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á vandaðan máta. Ásett verð er 124,9 milljónir.

Lífið