

„Þetta gengur ekkert svona,“ segir þingmaður Pírata.
Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið.
Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda.
Dregið hefur til tíðinda í viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um framtíð ríkisstjórnarinnar.
Reiknað með því að boðað verði til kosninga í haust.
Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra.
Um 500 manns voru mættir snemma. Mótmælendum fjölgar hægt.
Tilkynnt um niðurstöðuna eftir klukkan 18.
Norska dagblaðið stoppaði Reykvíkinga út á götu og spurði þá hvernig þeim litist á forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld.
Til stóð að Sigmundur ávarpaði fundinn ásamt þeim Björgólfi Jóhannssyni, formanni SA, og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra.
Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, vill að Sjálfstæðisflokkurinn fari bæði með forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið í nýrri ríkisstjórn.
Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú.
Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára.
Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt.
„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að,“ segir Kolbrún Baldursdóttir
Óundirbúinn fyrirspurnartími, tvöfaldur að lengd, verður eina mál á dagskrá á þingfundi í fyrramálið.
Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag.
Tabloid-fréttavefurinn birtir ríkulega myndskreytta umfjöllun um eiginkonu forsætisráðherra og fer yfir fjármálin.
Danskur blaðamaður segir Dani fylgjast grannt með gangi mála hér á landi og að fréttir frá Íslandi séu í aðalhlutverki í dönskum fréttatímum þessa dagana. Hún segist þó ekki telja að orðspor Íslands beri skaða af málinu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar orðum Bransons alfarið á bug og segir Daily Mail fara með rangt mál.
Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins.
„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta,“ segir Hannes Óli, leikarinn sem hefur tekið að sér hlutverk Sigmundar Davíðs síðastliðin ár.
Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið.
Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á mótmælin á Austurvelli í dag. Það verða þriðju mótmælin í röð síðan á mánudag.
Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs.
Meðal forystufólks í stjórnmálum er Katrín Jakobsdóttir sú sem flestir bera traust til.
Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi.
Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst.
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, og hugsanlegur arftaki forsætisráðherra viðurkennir að flokkur sinn hafi beðið hnekki síðustu daga.
Fulltrúi Sigmundar Davíðs í framkvæmdahópi um afnám hafta segir Sigmund ekki hafa rætt við sig um Wintris áður en fjallað var um málið opinberlega.