„Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 13:41 Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“ Panama-skjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“
Panama-skjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira