Framsóknarflokkurinn hefur skaðast Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 11:01 Sigurður Ingi tilkynnti eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær að Sigmundur ætlaði að stíga til hliðar og hann myndi taka við. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00