Framsóknarflokkurinn hefur skaðast Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 11:01 Sigurður Ingi tilkynnti eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær að Sigmundur ætlaði að stíga til hliðar og hann myndi taka við. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00