Framsóknarflokkurinn hefur skaðast Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 11:01 Sigurður Ingi tilkynnti eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær að Sigmundur ætlaði að stíga til hliðar og hann myndi taka við. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00