„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12.9.2023 18:54
Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12.9.2023 18:25
Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12.9.2023 17:15
Blöskrar framkoma hjólreiðamanns sem hjólaði dóttur hennar niður Móðir unglingsstúlku sem slasaðist eftir að hjólað var á hana, og mátti þola skammir hjólreiðamanns í kjölfarið, segir hjólreiðamanninn hafa látið dóttur hennar halda á hjóli hans, á sama tíma og hún var mikið slösuð á úlnlið. Ökumaður sem hafi verið vitni að atvikinu hafi ekkert gert til að aðstoða. 11.9.2023 22:53
„Þá sprakk bara veggurinn“ Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. 11.9.2023 21:14
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11.9.2023 20:11
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11.9.2023 19:27
Hæstánægð með metvinsældir sem þó komi mikið á óvart „Ég er mjög ánægð. Það er mjög skemmtilegt að sjá svona tölur,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir, innt eftir viðbrögðum við fréttum af því að hún hafi slegið stórstjörnum á borð við Tony Bennett og Lady Gaga við, með útgáfu djassplötu sinnar. 11.9.2023 18:50
Hildur nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir varð í dag nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 11.9.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varasaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. 11.9.2023 18:00