„Það verða tómar hillur í smá stund“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júní 2024 20:22 Katrín Whalley er eigandi Smart Boutique. Vísir/Arnar Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31