„Það verða tómar hillur í smá stund“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júní 2024 20:22 Katrín Whalley er eigandi Smart Boutique. Vísir/Arnar Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31