Uppfært 15:15
Búið er að opna Hvalfjarðargöngin að nýju. Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að halda nægilega löngu bili á milli bíla og sýna tillitssemi, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Lokað var fyrir umferð um göngin um eittleytið vegna slyssins.

Umferð var beint um Hvalfjarðarveg í Hvalfirði á meðan göngin eru lokuð. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að mikil umferð sé á veginum, og þar sé mikið um glæfralegan framúrakstur.
Sjónarvottar notuðu orðin „rússnesk rúlletta,“ um ástandið, þar sem þeim fannst gífurleg hætta stafa af öllum framúrakstrinum í Hvalfirði.