Vilja fá Úkraínu með sér að halda HM 2030 Úkraína er sagt ætla að sækjast eftir því að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta ásamt Spáni og Portúgal árið 2030. 4.10.2022 14:01
Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. 4.10.2022 13:01
Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn. 4.10.2022 12:01
Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér. 4.10.2022 08:31
Sá besti í Þýskalandi fer til Chelsea næsta sumar Chelsea hefur fest kaup á Frakkanum Christopher Nkunku og mun hann ganga til liðs við félagið frá RB Leipzig í Þýskalandi næsta sumar. 3.10.2022 17:00
Vildi vera eins og Ronaldo: „Hann var bestur, þó hann hafi verið feitur“ Pierre-Emerick Aubameyang segist hafa drukkið í sig kunnáttu heimsklassa framherja í AC Milan þegar hann var þar á mála sem ungur leikmaður. Mest leit hann upp til Brasilíumannsins Ronaldo, sem var kominn af léttasta skeiði þegar hann samdi við félagið. 3.10.2022 16:31
Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. 3.10.2022 15:00
Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Chris Harrington er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju tímabili sem lauk um helgina og KR-liðið fallið úr efstu deild. 3.10.2022 13:30
Gummi Ben biðlar til Barkar: „Værir þú til í að leyfa okkur það?“ „Við vildum faglegri endi, sem sæmir þessu félagi og þessum þjálfara,“ segir Lárus Orri Sigurðsson um uppsögn Arnars Grétarssonar frá KA í síðasta mánuði. Uppsögn Arnars fyrir norðan og líkleg skipti hans til Vals voru til umræðu í Stúkunni. 3.10.2022 13:00
Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. 3.10.2022 12:30