„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. 26.11.2022 07:01
Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara. 21.11.2022 08:00
„HM snýst ekki um bjór og brennivín“ „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag. 21.11.2022 07:00
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20.11.2022 08:00
Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19.11.2022 22:01
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18.11.2022 12:01
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17.11.2022 10:00
F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. 16.11.2022 11:01
E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15.11.2022 11:00
Aron með tvö af punktinum í stórsigri Horsens Aron Sigurðarson skoraði tvö vítamörk í 5-1 sigri Horsens á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 4.11.2022 21:30