„Snerist um brjóta vonina þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2023 23:25 Þórir braut von Austurríkis um úrslit svo sannarlega snemma í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Sjá meira