Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 22:30 Íslenska liðið má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld. EPA-EFE/Beate Oma Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn