Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 22:30 Íslenska liðið má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld. EPA-EFE/Beate Oma Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni