Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“

Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.

„Auðvitað er það missir“

Landsliðshópur kvenna í fótbolta var kynntur í dag fyrir komandi æfingamót á Spáni. Þar verður Glódís Perla Viggósdóttir nýr fyrirliði eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir lagði skóna á hilluna.

ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands.

Fór í gegnum allan tilfinningaskalann

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr.

„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“

Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita.

Hafa áhyggjur af öryggi fólks eftir árás á lestarstöð

Samkvæmt skýrslu sem lögð hefur verið fyrir franska þingið þarf að hafa hraðar hendur varðandi öryggisáætlun í kringum Ólympíuleikana sem fara fram í París á næsta ári. Tíðindin berast í skugga hnífsstunguárásar á lestarstöð í borginni í fyrrimorgun.

Tryllt stemning í Ís­lendinga­partýi fyrir leikinn

Það styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta sem fram fer í kvöld. Stefán Árni Pálsson tók púlsinn á stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum er þeir hituðu upp fyrir leikinn í Kristianstad.

Sjá meira