Úr húsvarðarstarfi í atvinnumennsku Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2024 08:00 Einar Bragi átti viðburðarríka viku í meira lagi. Vísir/Einar Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis. Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira