Gríðarmikill fögnuður þegar Scheffler mætti á völlinn Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2024 13:53 Scottie Scheffler mætti aftur á völlinn við mikinn fögnuð. Vísir/Getty Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu eftir handtöku í morgun. Hann er mættur á Valhalla-völlinn og mun spila annan hringinn á PGA-meistaramótinu. Uppfært klukkan 16:09 með yfirlýsingu Scheffler. Scheffler var handtekinn rétt fyrir klukkan hálf átta að morgni á staðartíma, um hálf tólf að íslenskum tíma. Á vefsíðu lögregluembættisins í Louisville segir að honum hafi verið sleppt rúmri klukkustund síðar. Scheffler var á leið á Valhalla-völlinn að undirbúa sig fyrir annan hringinn þegar hann var handtekinn í morgunsárið. Banaslys hafði átt sér stað við völlinn fyrr um morguninn, skammt frá vellinum, sem olli töluverðri umferðarþröng. Hann var handtekinn fyrir að virða lokanir lögreglu að vettugi. Mynd af handtökuskýrslu Schefflers hefur verið lekið.Mynd/X Fjórar ákærur hafa verið gefnar út á hendur Scheffler vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi. Scheffler átti að hefja leik rétt fyrir klukkan eitt en rástíma hans var seinkað og hefur hann til klukkan þrjú að hefja leik. Marty Smith, fréttamaður hjá ESPN, bað Scheffler um viðbrögð við uppákomu morgunsins og svaraði Scheffler með orðunum: „Ég elska þig Marty.“ Gríðarmikil fagnaðarlæti brutust út þegar Scheffler mætti á bása á Valhalla-vellinum til að hita upp. Rickie Fowler, meðleikandi hans á mótinu spurði hvort hann væri góður og svaraði Scheffler: „Allt í góðu.“ Skömmu seinna birtist yfirlýsing frá Scheffler á samfélagsmiðlum þar sem að hann sagði handtöku sína byggða á misskilningi. Hann hafi aldrei ætlað sér að fara á svig við tilmæli lögreglu og ekki vitað til hvers ætlast hafi verið af honum á vettvangi. Hann ber vonir til þess að málið verði látið niður falla. Að ekkert verði af ákærunum á hendur honum. Þá sendi hann samúðarkveðjur til fjölskyldu þess sem lést í banaslysinu nærri Valhalla vellinum í morgun. Scheffler mætti til leiks á PGA meistaramótið í gær í góðu formi. Nýlega stóð hann uppi sem sigurvegari Masters og hefur alls staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. The fans at Valhalla just gave Scottie Scheffler a massive ovation as he walked to the driving range. Ricker Fowler asked if he was all good, and Scheffler responded with "All good."Someone also yelled, "You're not a criminal."What a wild day at the PGA Championship.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 17, 2024 PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Efsti kylfingur á heimslista á yfir höfði sér fjórar ákærur Kylfingurinn Scottie Scheffler, efsti maður á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn á vettvangi banaslyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lögreglunnar að vettugi. Banaslysið átti sér stað rétt hjá Valhalla vellinum í Kentukcy þar sem að PGA meistaramótið í golfi er nú haldið. 17. maí 2024 13:07 Stjarnan handtekin á leiðinni á völlinn: „Hann er á leið í fangelsi“ Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn við Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky. Hann er á meðal þátttakanda á PGA-meistaramótinu sem fer þar fram. 17. maí 2024 11:55 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Uppfært klukkan 16:09 með yfirlýsingu Scheffler. Scheffler var handtekinn rétt fyrir klukkan hálf átta að morgni á staðartíma, um hálf tólf að íslenskum tíma. Á vefsíðu lögregluembættisins í Louisville segir að honum hafi verið sleppt rúmri klukkustund síðar. Scheffler var á leið á Valhalla-völlinn að undirbúa sig fyrir annan hringinn þegar hann var handtekinn í morgunsárið. Banaslys hafði átt sér stað við völlinn fyrr um morguninn, skammt frá vellinum, sem olli töluverðri umferðarþröng. Hann var handtekinn fyrir að virða lokanir lögreglu að vettugi. Mynd af handtökuskýrslu Schefflers hefur verið lekið.Mynd/X Fjórar ákærur hafa verið gefnar út á hendur Scheffler vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi. Scheffler átti að hefja leik rétt fyrir klukkan eitt en rástíma hans var seinkað og hefur hann til klukkan þrjú að hefja leik. Marty Smith, fréttamaður hjá ESPN, bað Scheffler um viðbrögð við uppákomu morgunsins og svaraði Scheffler með orðunum: „Ég elska þig Marty.“ Gríðarmikil fagnaðarlæti brutust út þegar Scheffler mætti á bása á Valhalla-vellinum til að hita upp. Rickie Fowler, meðleikandi hans á mótinu spurði hvort hann væri góður og svaraði Scheffler: „Allt í góðu.“ Skömmu seinna birtist yfirlýsing frá Scheffler á samfélagsmiðlum þar sem að hann sagði handtöku sína byggða á misskilningi. Hann hafi aldrei ætlað sér að fara á svig við tilmæli lögreglu og ekki vitað til hvers ætlast hafi verið af honum á vettvangi. Hann ber vonir til þess að málið verði látið niður falla. Að ekkert verði af ákærunum á hendur honum. Þá sendi hann samúðarkveðjur til fjölskyldu þess sem lést í banaslysinu nærri Valhalla vellinum í morgun. Scheffler mætti til leiks á PGA meistaramótið í gær í góðu formi. Nýlega stóð hann uppi sem sigurvegari Masters og hefur alls staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. The fans at Valhalla just gave Scottie Scheffler a massive ovation as he walked to the driving range. Ricker Fowler asked if he was all good, and Scheffler responded with "All good."Someone also yelled, "You're not a criminal."What a wild day at the PGA Championship.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 17, 2024
PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Efsti kylfingur á heimslista á yfir höfði sér fjórar ákærur Kylfingurinn Scottie Scheffler, efsti maður á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn á vettvangi banaslyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lögreglunnar að vettugi. Banaslysið átti sér stað rétt hjá Valhalla vellinum í Kentukcy þar sem að PGA meistaramótið í golfi er nú haldið. 17. maí 2024 13:07 Stjarnan handtekin á leiðinni á völlinn: „Hann er á leið í fangelsi“ Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn við Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky. Hann er á meðal þátttakanda á PGA-meistaramótinu sem fer þar fram. 17. maí 2024 11:55 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Efsti kylfingur á heimslista á yfir höfði sér fjórar ákærur Kylfingurinn Scottie Scheffler, efsti maður á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn á vettvangi banaslyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lögreglunnar að vettugi. Banaslysið átti sér stað rétt hjá Valhalla vellinum í Kentukcy þar sem að PGA meistaramótið í golfi er nú haldið. 17. maí 2024 13:07
Stjarnan handtekin á leiðinni á völlinn: „Hann er á leið í fangelsi“ Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn við Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky. Hann er á meðal þátttakanda á PGA-meistaramótinu sem fer þar fram. 17. maí 2024 11:55