Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. 18.4.2023 11:00
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18.4.2023 10:24
Tvö núll undir í fyrsta sinn á ferlinum Sacramento Kings leiða 2-0 gegn Golden State Warriors í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs. 18.4.2023 09:31
Blikar hnýta í ÍTF Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur. 18.4.2023 08:31
„Besti leikur okkar á tímabilinu“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið hans hafa spilað besta leik sinn á leiktíðinni er það vann Leeds United með sannfærandi hætti, 6-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. 18.4.2023 08:01
KR og Víkingur víxla leikjum | Mætast í Víkinni á mánudag KR og Víkingur Reykjavík hafa samið um að víxla heimaleikjum liðanna í deildarkeppni Bestu deildar karla í sumar. Meistaravellir í Vesturbæ er ekki klár til knattspyrnuiðkunar er liðin eigast við í næstu umferð. 18.4.2023 07:30
„Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg“ „Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma. 16.4.2023 18:15
„Ágætis lausn í stað þess að spila á ónýtu grasi“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag. 15.4.2023 11:45
„Ég hef spilað á mun verri völlum í efstu deild“ FH mætir Stjörnunni á morgun í Bestu deild karla í fótbolta á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, sem stendur fyrir ofan Kaplakrika á FH-svæðinu. FH-ingar haffa unnið hörðum höndum við að gera völlinn kláran fyrir leikinn. 14.4.2023 19:00
Fastan og fótboltinn fari vel saman Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni. 14.4.2023 08:00