Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“

Stemningin á Sauð­ár­króki fyrir stór­leik Tinda­stóls og Vals í úr­slitum Subway deildar karla í körfu­bolta í kvöld er við suðu­punkt og vonast heima­menn eftir sögu­legum úr­slitum.

„Sambland af spennu og stressi“

„Það er mjög mikill fiðringur í maganum, sambland af mikilli spennu og stressi sem er held ég bara eðlilegt,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, sem mætir Val í stórleik í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld.

Fékk nóg af til­rauna­starf­semi og fann fegurðina í þjálfun

Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára.

Léttirinn mikill: „Ég var hættur í fótbolta í sólarhring“

Hilmari Árna Halldórssyni, leikmanni Stjörnunnar, var býsna létt eftir að hann fékk góð tíðindi frá lækni í gær. Hann fór meiddur af velli í leik liðs hans við FH sem fram fór á Miðvelli, frjálsíþróttavelli FH, sem var ekki vel á sig kominn.

Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“

Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals  í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals.

Hareide: Albert verður í hópnum

Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé góður leikmaður og hann verði í næsta landsliðshópi Íslands. Albert var úti í kuldanum hjá forvera hans í starfi, Arnari Þór Viðarssyni.

Sjá meira