Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 10:01 Systurnar báru sig vel á rauða dreglinum í gær. Serena til vinstri og Venus hægra megin. Kevin Mazur/Getty Images Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu. ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00
Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01
NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01