Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11.4.2023 17:03
Sigurgeir nýr þjálfari Stjörnunnar Sigurgeir Jónsson er nýr þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. Hann hefur störf í sumar og tekur við af Hrannari Guðmundssyni sem er á útleið. 11.4.2023 16:15
„Galin ákvörðun“ að skjóta en Anton virðist veikur fyrir miðju marki Sigurmark HK gegn Breiðabliki í 4-3 sigri þeirra í Kópavogsslagnum í Bestu deild karla var til umræðu í Stúkunni sem gerði alla fyrstu umferðina upp í gærkvöld. Sammælst var um að ákvörðun Atla Þórs Jónassonar að skjóta að marki hafi verið vafasöm, en hann hafi haft heppnina með sér vegna markvörslutilburða Antons Ara Einarssonar. 11.4.2023 16:01
Sjáðu öll mörkin úr fyrstu umferð Bestu deildarinnar Besta deild karla í fótbolta fór af stað með látum í gær er heil umferð fór fram. Í umferðinni voru dramatísk mörk, óvænt úrslit og skemmtilegir taktar. 11.4.2023 13:46
Einn Bestu deildarslagur í 32-liða úrslitum og Valur mætir 5. deildarliði Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Einn Bestu deildarslagur er á dagskrá. 11.4.2023 12:35
Sjáðu tvennu Jóhanns Berg í toppslagnum Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var hetja Burnley sem vann 2-0 sigur á Sheffield United í toppslag ensku B-deildarinnar í fótbolta í gær. Liðið færist nær titlinum. 11.4.2023 12:01
Reiði á Spáni: „Burt með Ronaldo!“ Stuðningsmenn Real Valladolid á Spáni hafa fengið nóg af eiganda liðsins, brasilísku goðsögninni Ronaldo. Liðið berst fyrir tilverurétti sínum í spænsku úrvalsdeildinni. 11.4.2023 10:30
Gerir grín að vítadómnum: „Vona það sé í lagi með Vuk“ Adam Örn Arnarson, leikmaður Fram, virðist ósáttur við vítadóm í leik liðs hans við FH í fyrstu umferð Bestu deildar karla í gærkvöld. Hann skýtur létt á Vuk Dimitrijevic sem hann á að hafa brotið á í leiknum. 11.4.2023 09:30
Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. 11.4.2023 09:00
„Það skemmtilegasta sem maður gerir“ Taugarnar eru ljómandi fínar. Það er ótrúleg tilhlökkun og gleði í loftinu, segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, en hans menn opna Íslandsmótið sem nýliðar er Keflavík heimsækir Árbæinn klukkan 14:00 í dag. 10.4.2023 11:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti