Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum

Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“.

Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi.

Rússneskum manni banað af hákarli í Rauðahafi

Rússneskur maður lést í gær eftir að tígrishákarl réðst á hann undan ströndum Hurghada í Egyptalandi. Hákarlinn réðst á manninn skammt frá landi og stóðu ferðamenn á bakkanum og horfðu á árásina.

„Það er enn engin hjálp“

Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf.

Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu

Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar.

Brynjan bognaði inn í búkinn

Í Bandaríkjunum er frekar stór hópur manna sem leika sér að því að skjóta alls konar hluti með alls konar byssum og birta myndbönd af því á Youtube. Þessi hlið myndbandaveitunnar kallast í daglegu tali GunTube en þar hefur fjölmörgum áhugaverðum spurningum verið svarað í gegnum árin.

Repúblikanar halda þinginu í gíslingu

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram.

Dúós: Pétur Jóhann reynir fyrir sér í tölvuleikjum

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Sjá meira