Brenndu kross og hótuðu nágrönnum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 08:54 Starfsmenn FBI eru með parið til rannsóknar fyrir hatursglæp. AP/Cliff Owen Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið. Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu. Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu.
Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira